Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríus, er ein þeirra sem hófu golfiðkun af fullum krafti á Covid-árunum. Hún er mikil útivistarmanneskja og þar sem öll stórfjölskyldan stundaði golf af krafti gekk illa að hún væri svarti sauðurinn. Það leið ekki á löngu þar til golfið var búið að heilla hana upp úr skónum. 

Grafarholtið er flottast

„Veturinn hefur nú ekki verið alveg nægjanlega góður hvað varðar golfiðkun. Ég var að koma mér fyrir í nýju starfi, en ég tók við sem forstjóri hjá Nóa Síríus í fyrra, en var áður framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Ég horfi björtum augum til sumarsins og er að koma mér í gang. Stefnan er sett á að vera dugleg að spila í Grafarholtinu, en ég bý svo vel að geta gengið á völlinn. Það er náttúrlega alveg hlutlaust mat að Grafarholtið er flottasti völlur landsins. Það er ekkert sem toppar 9 holur í morgunsárið fyrir vinnu eða á fallegum sumarkvöldum eftir vinnu. Grafarholtið er alger paradís og það eru forréttindi að búa svo vel að geta gengið út á golfvöll. Ég hef verið mjög dugleg að nýta mér það.“

Þrátt fyrir að hún sé tiltölulega nýbyrjuð að leika golf af fullum krafti gengur golfið vel hjá Sigríði Hrefnu.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði