Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríus, er ein þeirra sem hófu golfiðkun af fullum krafti á Covid-árunum. Hún er mikil útivistarmanneskja og þar sem öll stórfjölskyldan stundaði golf af krafti gekk illa að hún væri svarti sauðurinn. Það leið ekki á löngu þar til golfið var búið að heilla hana upp úr skónum. 

Grafarholtið er flottast

„Veturinn hefur nú ekki verið alveg nægjanlega góður hvað varðar golfiðkun. Ég var að koma mér fyrir í nýju starfi, en ég tók við sem forstjóri hjá Nóa Síríus í fyrra, en var áður framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Ég horfi björtum augum til sumarsins og er að koma mér í gang. Stefnan er sett á að vera dugleg að spila í Grafarholtinu, en ég bý svo vel að geta gengið á völlinn. Það er náttúrlega alveg hlutlaust mat að Grafarholtið er flottasti völlur landsins. Það er ekkert sem toppar 9 holur í morgunsárið fyrir vinnu eða á fallegum sumarkvöldum eftir vinnu. Grafarholtið er alger paradís og það eru forréttindi að búa svo vel að geta gengið út á golfvöll. Ég hef verið mjög dugleg að nýta mér það.“

Þrátt fyrir að hún sé tiltölulega nýbyrjuð að leika golf af fullum krafti gengur golfið vel hjá Sigríði Hrefnu.

Draumamarkmið sumarsins

„Ég ætlaði mér stóra hluti síðasta sumar en vinnan var að­eins að flækjast fyrir, svona eins og gerist og gengur. Ég bý svo vel að hafa góðan golf­kennara sem heldur mér við efnið og kemur mér á rétta braut ef ég villist af leið. Allir golfarar ættu að hafa golf­kennara sem þeir geta leitað til reglu­lega. Oft eru þetta bara litlir hlutir sem þarf að stilla af og árangurinn verður ó­trú­lega góður. For­gjöfin stendur núna í 28,5 og er á niður­leið. Mér tókst að lækka mjög hratt, enda var ég mjög dug­leg að spila og æfa mig. Það má alls ekki gleyma því að æfa sig. Drauma­mark­mið sumarsins er að koma for­gjöfinni niður fyrir 20. Það mark­mið ætti að nást því það er vel hægt að sam­eina vinnuna og golfið með því að taka hring með góðum fé­lögum og af­greiða vinnu­tengd mál í leiðinni. Annars mætti eigin­lega segja að ég sé at­vinnu­maður í að vera á­huga­maður í úti­vist. Ég er mjög dug­leg að ganga á fjöll. Úlfars­fellið er í bak­garðinum. Ég skíða, geng og hleyp á fjöll og svo eru hjólin að koma sterk inn til við­bótar.“

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, og Sigríður Hrefna, forstjóri Nóa Síríus, ánægðar með skorið á golfvellinum. © Hulda Margrét (Hulda Margrét) Golfið er ekki bara gott sem keppnis­í­þrótt. Það má líka segja að það sé góð aktív hvíld.  „Svo má ekki gleyma því að golfið er frá­bær í­þrótt fé­lags­lega. Ég hef leikið er­lendis bæði á Tenerife, þar sem Adeje-golf­völlurinn er í miklu upp­á­haldi, og á Fl­orida með góðum vinum en hinn frá­bæri átta manna golf­hópur GFFF leikur mjög stórt hlut­verk í mínu golf­lífi. Hópurinn spilar allt árið um kring í golf­hermum á veturna og svo erum við mjög virk á GR-völlunum á sumrin.
Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, og Sigríður Hrefna, forstjóri Nóa Síríus, ánægðar með skorið á golfvellinum. © Hulda Margrét (Hulda Margrét) Golfið er ekki bara gott sem keppnis­í­þrótt. Það má líka segja að það sé góð aktív hvíld. „Svo má ekki gleyma því að golfið er frá­bær í­þrótt fé­lags­lega. Ég hef leikið er­lendis bæði á Tenerife, þar sem Adeje-golf­völlurinn er í miklu upp­á­haldi, og á Fl­orida með góðum vinum en hinn frá­bæri átta manna golf­hópur GFFF leikur mjög stórt hlut­verk í mínu golf­lífi. Hópurinn spilar allt árið um kring í golf­hermum á veturna og svo erum við mjög virk á GR-völlunum á sumrin.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Golfið er ekki bara gott sem keppnis­í­þrótt.

Það má líka segja að það sé góð aktív hvíld.

„Svo má ekki gleyma því að golfið er frá­bær í­þrótt fé­lags­lega. Ég hef leikið er­lendis bæði á Tenerife, þar sem Adeje-golf­völlurinn er í miklu upp­á­haldi, og á Fl­orida með góðum vinum en hinn frá­bæri átta manna golf­hópur GFFF leikur mjög stórt hlut­verk í mínu golf­lífi. Hópurinn spilar allt árið um kring í golf­hermum á veturna og svo erum við mjög virk á GR-völlunum á sumrin. Þar fyrir utan spila ég mest með fjöl­skyldunni og veit ekkert betra en að fá skila­boð frá systur­syni mínum um hvort ég sé ekki til í hring

Perla Sól mögnuð

„Tengslamyndunin í golfinu er líka svo skemmtileg. Í fyrra var ég að leika í Grafarholtinu með fólki sem ég þekkti ekki neitt. Á einni holunni átti ég dræv lífs míns. Kom svo að boltanum og ætlaði að vippa inn á flöt með fleygjárni. Höggið tókst svo vel að boltinn fór beint í holuna og við fögnuðum öll saman eins og ég hefði orðið heimsmeistari. Þetta er það skemmtilega við golfið, að þó að maður þekki engan í hollinu eins og á meistaramóti kemur maður alltaf út í plús eftir hringinn, þar sem það er bara skemmtilegt fólk sem spilar golf,“ segir golfarinn Sigríður Hrefna og brosir.

Golf er svo skemmtilegt.

„Svo heillar það mig við golfið hversu vel það sameinar útivist og frábæra samveru með fjölskyldu og vinum og svo tölfræðin til viðbótar, það er bara eitthvað við gögnin sem heillar. Einnig finnst mér gaman að fylgjast með afrekskylfingum af yngri kynslóðinni eins og Perlu Sól. Þau eru svo mögnuð og harðdugleg.“

En hvaða ráð gefur Sigríður Hrefna kylfingum sem vilja leggja sig fram og verða betri?

„Fyrst og fremst er að muna að njóta. Þetta á að vera gaman. Til að verða betri, ekki kíkja upp þegar þú púttar og muna að hægja á sveiflunni. Góða skemmtun!“

Glæsilegu höggi fagnað. Öruggur örn.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)