Mercedes-Benz G jeppinn kemur á markað á næsta ári í rafútgáfu. Fyrstu bílarnir eru væntanlegir til Íslands í sumarbyrjun en jeppinn hefur ekki enn verið frumsýndur.

Fjallað var ítarlega um bílinn í síðasta bílablaði Viðskiptablaðsins í lok október. Þar á meðal orðróminn um hestaflafjölda og drægni rafbílsins.

Ola Källenius forstjóri Mercedes-Benz.

Mercedes-Benz birti á dögunum myndband af reynsluakstri Ola Källenius forstjóra fyrirtækisins á Schöckl, fjalli í nágrenni bílaverksmiðjunnar í Graz.

Einnig er viðtal við aðalverkfræðinginn Fabian Schossau þar sem hann fer yfir getu rafútgáfunnar af G jeppanum.

Bílinn var enn í dulagervi og upplýstu þeir félagarnir um ýmsar nýjungar í bílnum þó enn sé margt á huldu.