Bestu knattspyrnumenn heims eru allir á gríðarlega háum launum og keyra margir um á rándýrum bílum. Flestir þeirra eiga geggjaða bíla og bílskúrarnir hjá mörgum eru eins og fokdýrir dótakassar.
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo er goðsögn innan fótboltans, en hann hefur spilað með bestu liðum heims eins og Manchester United, Real Madrid og Juventus, en spilar með Al-Nassr í dag. Hann hefur unnið meistaradeildina og auk þess ensku, spænsku og ítölsku deildina ásamt fullt af öðrum titlum. Þá varð hann Evrópumeistari með Portúgal 2016. Fyrir utan fótboltann er hann mjög þekktur og stór áhrifavaldur. Bílasafnið hans inniheldur fullt af glæsilegum og hraðskreiðum bílum frá fínustu bíla- merkjum heims. Sem dæmi má nefna Bugatti Chiron, Ferrari 599 GTO, McLaren Senna, Lamborghini Aventador og Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse. McLaren Senna er skírður í höfuðið á Ayrton Senna, en hann var einn besti formúlu 1 bílstjóri í heimi á sínum tíma. Hraði bílsins er mikill, en hann er 789 hestöfl og 2.8 sekúndur frá 0-100.
Í nýjasta tölublaði Eftir vinnu er ítarlegri umfjöllun um fótboltamenn og bílana þeirra.