Um helgina var slegið met yfir hæsta söluverð á uppboði fyrir sandalapar. Um er að ræða brúna útjaskaða rúskinnssandala sem Steve Jobs heitinn, stofnandi Apple, notaði á áttunda og níunda áratugunum.

Sandalarnir seldust á 218 þúsund dala eða um 31 milljón króna á uppboði Julien‘s á sunnudaginn. Uppboðshúsið hafði metið skóna á 60-80 þúsund dali, eða 8,6-11,5 milljónir króna. Sandalarnir voru síðast seldir fyrir 2 þúsund dali árið 2016.

Sambærilegir sandalar hjá skóframleiðandanum Birkenstock kosta um 17,9 þúsund krónur í dag.

„Steve Jobs klæddist þessum sandölum á mikilvægum tímabilum í sögu Apple,“ segir í lýsinu Julien‘s. „Hann klæddist þessum sandölum öðru hverju árið 1976 þegar hann hannaði fyrstu Apple tölvuna í bílskúr í Los Altos ásamt Steve Wozniak, meðstofnanda Apple.“

Sandalarnir féllu í eigu Mark Sheff, sem hafði umsjón með landeign Jobs í borginni Albany í Kaliforníu á níunda áratugnum. Hann sagðist í viðtali við Business Insider á sínum tíma að tekið við fjölda muna sem tilheyrðu Jobs þar sem frumkvöðullinn frægi „átti fáa hluti“.

Steve Jobs, stofnandi Apple, fór sínar eigin leiðir í klæðaburði.
© epa (epa)