Á dögunum kynnti Toyota aðra kynslóðina af C-HR með breyttum búnaði og útliti. Þar ber hæst ný og aflmeiri 2 lítra Hybrid vél sem gerir bílinn aflmeiri og sportlegri í akstri. C-HR heldur sínu striki og er áfram framúrstefnulegur útlits. Það má segja að með C-HR hafi Toyota búið til lífsstílsbíl.

Afgerandi hönnun

C-HR er skilgreindur sem crossover og stendur svolítið mitt á milli þess að vera tveggja dyra fólksbíll og nettur sportjeppi. Hönnunin byggir á formum sem samanstanda af kraftalegum sveigjum og skörpum línum. Þetta er afgerandi hönnun og þessar straumlínulöguðu útlínur gera hann frábrugðinn öðrum bílum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði