Polestar sýnir þróunarfrumgerð Polestar 5 opinberlega í fyrsta skipti á Goodwood Festival of Speed 2022 sem haldin verður dagana 23.-26. júní. Polestar 5 er kraftmikill, rafknúinn, fjögurra dyra GT með viðeigandi sportbílaeiginleikum og er hann framleiðsluútfærsla Precept hugmyndabílsins sem sýndur var fyrst árið 2020.
Polestar teymið í Bretlandi hefur notað tækifærið til að vinna að nýjum vélrænum undirvagni með því að hanna og þróa einstaka samþættingu áls í undirvagninum, lykilatriði til að ná einstökum aksturseiginleikum til að skila akstursupplifun sem er jafn eftirsóknarverð og hönnunin.
Í Svíþjóð stendur yfir þróun nýrrar rafknúinnar aflrásar í fremstu röð. Nýr rafmótor að aftan mun veita yfirburða afköst ásamt 800 volta hraðhleðslugetu. Ásamt afkastamiklum rafmótor á framás er markmiðið að tvöföld aflrásin skili 884 hestöflum og 900 Nm í togi.
Pete Allen, yfirmaður rannókna og þróunar hjá Polestar í Bretlandi, segir að Polestar 5 sé að mótast í átt að frábærum fjögurra dyra GT og sönnum Polestar. „Tæknilegi grunnur bílsins sameinar mikilvæga eiginleika ofursportbíla sem framleiddir eru í takmörkuðu magni og með tækniframförum nútímans er hægt að tryggja létta en stífa undirvagnstækni fyrir sportbíl í fjöldaframleiðslu.2
Polestar 5 mun aka upp hina heimsfrægu Goodwood hæð tvisvar á dag meðan á viðburðinum stendur í „First Glance“ hópnum. Stefnt er að því að koma bílnum á markað árið 2024 og er hann þriðji af þremur nýjum rafbílum sem búist er við að Polestar komi á markað á næstu þremur árum, á eftir Polestar 3 og Polestar 4 rafjeppunum.