Netflix hefur birt fyrsta myndbrotið úr nýrri heimildarmynd í sex hlutum um Harry prins og eiginkonu hans Meghan.
Netflix segir að í myndinni komi fram upplýsingar úr einkalífi þeirra hjóna sem aldrei hafi verið opinberaðar áður.
Meðal annars kemur fram hvers vegna hjónin urðu að yfirgefa konungsfjölskylduna.
Netflix hefur ekki gefið upp hvenær sýningar hefjast en fjölmiðlar í Bretlandi segja að það verði líklega 8. desember.