Jackson Family Wines mun framleiða vín úr Chardonnay-þrúgunni frá 2023 um miðjan júní. Nafnið ber heitið Marbury og er jafnframt fyrsta enska víntegundin frá fyrirtækinu sem unnin er úr þrúgum í Crouch-dalnum í suðurhluta Essex.

Á vef Decanter segir að vínið, sem var framleitt af Charlie Holland, fyrrum forstjóra Gusbourne-víngerðarinnar í Kent, verði gefið út rétt fyrir English Wine Week.

Jackson Family Wines er þekktast fyrir vörumerkið sitt Kendall-Jackson en félagið rekur vínekrur úti um allan heim og er meðal annars með verkefni í Frakklandi, Ástralíu, Síle og Suður-Afríku.

Fyrirtækið er með ríka sögu af víngerð við strendur Englands en JFW keypti meðal annars vínekru nálægt Norðursjó við Crouch Valley-svæðið. Charlie Holland lýsir svæðinu sem einum hlýjasta og þurrasta hluta Englands sem býr yfir töluverðum möguleikum fyrir vínframleiðslu.

Búið er að gróðursetja vínekruna en 60% ekrunnar fer í Chardonnay-framleiðslu á meðan 40% er tileinkuð Pinot Noir. Fyrsta uppskeran er svo væntanleg í október 2026.