Porsche frumsýndi Macan í Singapúr á fimmtudag. Jeppinn kom fyrst á markað árið 2014 og er fyrsti jeppi fyrirtækisins sem býðst í rafútgáfu, en búist er við að raf-Cayenne komi árið 2025.

Jeppinn kemur í tveimur útgáfum nú. Macan 4 er með 408 hestafla mótor og er 5,2 sekúndur í hundraðið og Turbo er með 639 hestafla mótor sem er 3,1 mínútu í hundraðið. Drægni Macan 4 er allt að 613 km og Turbo nær allt að 591 km á hleðslunni.

Porsche frumsýndi Macan í Singapúr á fimmtudag. Jeppinn kom fyrst á markað árið 2014 og er fyrsti jeppi fyrirtækisins sem býðst í rafútgáfu, en búist er við að raf-Cayenne komi árið 2025.

Jeppinn kemur í tveimur útgáfum nú. Macan 4 er með 408 hestafla mótor og er 5,2 sekúndur í hundraðið og Turbo er með 639 hestafla mótor sem er 3,1 mínútu í hundraðið. Drægni Macan 4 er allt að 613 km og Turbo nær allt að 591 km á hleðslunni.

Porsche Macan í turbo útgáfu.

Um 21 mínútu að hlaða 80%

Undirvagninn er nýr og byggður á 800 volta hönnun. Batteríið, sem er um 100 kW, ræður við 270 kW hleðslu og hleðslutíminn er í kringum 21 mínúta upp í 80% hleðslu. Loftmótstaða bílsins er 0,25, sem telst harla gott.

Bíllinn fær nýjan fjöðrunarbúnað og nýjan upplýsingaskjá sem kom fyrst í Cayenne. Innanrýmið stækkar nokkuð og fótapláss ökumanns og farþega eykst. Bíllinn verður liprari en forverinn þar sem hann mun fást með stýrisbúnaði á afturdekkjum en fjórhjóladrif er staðalbúnaður.

Kostar frá 15 milljónum

Á tíu árum Macan hafa 800 þúsund eintök verið framleidd. Nýi bíllinn verður framleiddur í Leipzig, áttundu stærstu borg Þýskalands. Macan 4 mun kosta frá 14,9 milljónum samkvæmt heimasíðu Bílabúðar Benna. Turbo bíllinn mun kosta í kringum 20 milljónir ef við umreiknum verðið á bílnum í Þýskalandi.

Fréttin birtist fyrst í sérblaðinu Bílar, sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í síðustu viku.