Sleggjan, sem er systurfélag Bílaumboðsins Öskju, hefur hafið sölu á eActros, en með honum tekur Mercedes-Benz stórt stökk fram á sviði sjálfbærra flutninga.
Eiginleikar eActros eru lykilatriði í flutningum framtíðarinnar, enginn mengandi útblástur, hljóðlátur og skilvirkur. Hann er 100% rafdrifinn með öflugri rafdrifinni drifrás. Eitt af því sem gerir eActros sérstakan er rafmagnsdrifásinn (eAxle), sem er fyrirferðarlítil og léttur, en hann hýsir 2 rafmótora sem vinna á sitt hvorum hraðanum.
„Koma eActros undirstrikar að tími orkuskipta er runninn upp. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni, hvort sem það er í hefðbundnum fólksbílum, sendi- og atvinnubílum, eða stæðilegum vörubifreiðum. Mikilvægt er að allir rói í sömu átt; innflytjendur bíla, hagaðilar og síðast en ekki síst stjórnvöld,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Sleggjunnar.
Nýr eAxle stuðlar einnig að aukinni skilvirkni, minnkar orkutap og eykur drægni bílsins. Tveggja þrepa rafmótorinn tryggir stiglausa og átakalausa hröðun sem gerir bílinn sérstaklega þægilegan í akstri.