Náttúruminjasafn Noregs var valið safn ársins 2023 í Noregi af norska safnafélaginu (Norges museumsforbund). Íslenska hönnunarstofan Gagarín sem aðal miðlunarhönnuður safnsins þróaði og framleiddi alls 27 gagnvirk sýningaratriði á tveimur sýningum Náttúruminjasafnsins. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Fyrri sýningin er í hinu sögulega Brøggers húsi sem er um 2.000 fermetrar að stærð á fjórum hæðum og fjallar hún um sögu jarðar og þróun lífs. Hin sýningin, sem er um 300 fermetrar að stærð, er í Loftslagshúsinu (Klimahuset), en sú sýning fjallar um loftslagsbreytingar.

Í umfjöllun dómnefndar um safnið segir:

"Náttúruminjasafnið er eitt stærsta, elsta og mest sótta safn og safnasvæði Noregs. Þetta rótgróna safn ber ábyrgð á rannsóknum og miðlun á mikilvægi loftslagsins, líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærni fyrir líf á jörðinni. Til viðbótar við framúrskarandi safnkost Náttúruminjasafnsins hefur nýtt loftslagshús verið opnað, en þar er ljósi varpað á grundvallar þema okkar tíma, loftslagshlýnunina. Nýuppgerðar byggingar safnsins og sýningar í Brøggers húsi, mynda ramma utan um traustrar og metnaðarfullar rannsóknir safnsins og augljóst er að Náttúruminjasafnið tekur starfsemi sína í dag sem nútíma safn mjög alvarlega”

Í tilkynningunni segir að sýningarnar hafi verið unnar í samvinnu við fjölmargar aðila en aðalhönnuðir þeirra hafi verið annarsvegar Atelier Brückner í Þýskalandi og hinsvegar SixSides í Noregi.

Náttúruminjasafn Noregs var valið safn ársins 2023 í Noregi af norska safnafélaginu (Norges museumsforbund). Íslenska hönnunarstofan Gagarín sem aðal miðlunarhönnuður safnsins þróaði og framleiddi alls 27 gagnvirk sýningaratriði á tveimur sýningum Náttúruminjasafnsins. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Fyrri sýningin er í hinu sögulega Brøggers húsi sem er um 2.000 fermetrar að stærð á fjórum hæðum og fjallar hún um sögu jarðar og þróun lífs. Hin sýningin, sem er um 300 fermetrar að stærð, er í Loftslagshúsinu (Klimahuset), en sú sýning fjallar um loftslagsbreytingar.

Í umfjöllun dómnefndar um safnið segir:

"Náttúruminjasafnið er eitt stærsta, elsta og mest sótta safn og safnasvæði Noregs. Þetta rótgróna safn ber ábyrgð á rannsóknum og miðlun á mikilvægi loftslagsins, líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærni fyrir líf á jörðinni. Til viðbótar við framúrskarandi safnkost Náttúruminjasafnsins hefur nýtt loftslagshús verið opnað, en þar er ljósi varpað á grundvallar þema okkar tíma, loftslagshlýnunina. Nýuppgerðar byggingar safnsins og sýningar í Brøggers húsi, mynda ramma utan um traustrar og metnaðarfullar rannsóknir safnsins og augljóst er að Náttúruminjasafnið tekur starfsemi sína í dag sem nútíma safn mjög alvarlega”

Í tilkynningunni segir að sýningarnar hafi verið unnar í samvinnu við fjölmargar aðila en aðalhönnuðir þeirra hafi verið annarsvegar Atelier Brückner í Þýskalandi og hinsvegar SixSides í Noregi.

© Aðsend mynd (AÐSEND)