Hlutabréf í franska hátískufyrirtækinu Kering, sem á m.a. Gucci og Balenciaga, lækkuðu um tæplega 7% í dag eftir að fyrirtækið birti árshlutuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Í umfjöllun Wall Street Jounral segir að minni eftirspurn sé eftir vörum fyrirtækisins í Kína.
Hlutabréf í franska hátískufyrirtækinu Kering, sem á m.a. Gucci og Balenciaga, lækkuðu um tæplega 7% í dag eftir að fyrirtækið birti árshlutuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. Í umfjöllun Wall Street Jounral segir að minni eftirspurn sé eftir vörum fyrirtækisins í Kína.
Í afkomutilkynningu sem Kering birti í gærkvöldi kemur fram að félagið geri ráð fyrir að rekstrarhagnaður á fyrri hluta ársins verði um 40-45% lægri en á sama tíma í fyrra.
Félagið greindi einnig frá því að tekjur á fyrsta ársfjórðungi hefðu dregist saman um 11% milli ára og námu 4,5 milljörðum evra.
Kering hafði varað við tekjusamdrætti á fyrstu þremur mánuðum ársins en afkomuhorfur félagsins á fyrri helmingi ársins voru heldur lakari en fjárfestar áttu von á.
Sala á Gucci-vörum dróst saman um 21% niður í 2,08 milljarða evra sem má að stórum hluta rekja til samdráttar í Asíu. Kína hefur verið stór markaður fyrir lúxusvörur en efnahagsástandið þar hefur haft áhrif á neysluvenjur Kínverja.
„Hið krefjandi umhverfi í Asíu, sérstaklega í Kína, mun halda áfram að vega gegn frammistöðu fyrirtækisins á komandi ári,“ segir Jie Zhang, sérfræðingur hjá AlphaValue.