Jökull Júlíusson, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar KALEO, hefur á síðustu árum skipað sér sess sem einn helsti fulltrúi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu.

Þrátt fyrir að vera orðinn vanur ferðalögum viðurkennir Jökull að lífið á tónleikaferðalagi geti tekið á. „Að syngja í 90 mínútur sex sinnum í viku gengur á þolmörkin. Ég hef þurft að tileinka mér mjög agaðan lífsstíl til að halda þetta út.“ Hann útskýrir að röddin og líkaminn sé hljóðfærið hans, og því sé nauðsynlegt fyrir hann að hlúa að sér. „Ég nota öll trixin sem ég hef lært um ævina til að halda röddinni í lagi og passa upp á mig líkamlega, veikjast ekki af kvefi og annað slíkt. Stærsta áskorunin er samt oft að sofa í rútu á ferð. Maður þarf alltaf að venjast því upp á nýtt.“

Jökull viðurkennir að tónleikalífið sé ekki alveg eins glæsilegt og margir vilja ímynda sér. „Glamúrinn er ekki jafn mikill og fólk heldur,“ segir hann og hlær. „Auðvitað eru þetta ótrúleg forréttindi og margt mjög gott, en það fylgir því líka gífurleg vinna sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir. Þetta er ekki starf sem margir myndu hafa úthald í og það er ekkert stéttarfélag sem passar upp á okkur,“ segir hann.

Jökull Júlíusson er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Eftir vinnu.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.