Allir nemendur á fyrsta ári í HR taka þátt í samkeppni hugmynda í þriggja vikna áfanga. Þá er nemendunum skipt í hópa sem síðan eiga að koma fram með og útfæra nýsköpunarhugmynd, búa til viðskiptalíkan og frumgerð nýrrar vöru. Í ár var unnið eftir svokölluð Sprint kerfi sem hannað var hjá Google. Snjallsímalausn fyrir ferðamenn bar sigur úr býtum í keppni.

Fyrirtækið Go ARGuide hlaut fyrstu verðlaun, Guðfinnuverðlaunin og mun fara áfram í frumkvöðlakeppnina Venture Cup sem haldin verður í Kaupmannahöfn.

1. Verðlaun. Guðfinnuverðlaunin 2018. Verðlaunin eru 500.000.

Go ARGuide er snjallsímalausn fyrir ferðamenn sem felur í sér sýndar leiðsögumann í gegnum viðbótarveruleika (e. Augmented Reality). Með lausninni geta ferðamenn gengið um borgir og ferðamannastaði og fengið sérsniðna leiðsögn og upplýsingar á mjög snjallan hátt.

Nemendur:

  • Arnar Þórðarson tölvunarfræðinemi
  • Flosi Hrannar Ákason verkfræðinemi
  • Gabríela Jóna Ólafsdóttir tölvunarfræðinemi
  • Sigurður Pétur Markússon viðskiptafræðinemi
  • Unnur Stefánsdóttir laganemi

2. verðlaun hlaut ELJA Electronics

ELJA Electronics er fyrirtæki sem tvinnar saman persónuleg raftæki og góða hönnun. Fyrsta vara fyrirtækisins er nýstárlegt fjöltengi með útdraganlegum innstungum sem hentar sérstaklega vel fyrir nútíma heimili sem vilja samhæfa áhuga sinn á tækni og hönnun.

Nemendur:

  • Birkir Björns Halldórsson, laganemi
  • Eva Sif Einarsdóttir, tölvunarfræðinemi
  • Harpa Marín Jónsdóttir, verkfræðinemi
  • Jón Haukur Jónsson, viðskiptafræðinemi
  • Vigdís Halla Björgvinsdóttir, viðskiptafræðinemi

3. verðlaun hlaut fyrirtækið Klippit

Klippit gerir fyrirtækjum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á notendavænt smáforrit í símann sem heldur utan um öll stimpil- og klippikort.  Með því ná þau fram aukinni notkun og útbreiðslu gegnum auglýsingar innan forritsins.

Nemendur:

  • Eiríkur Örn Pétursson viðskiptafræðinemi
  • Hlynur Hólm Hauksson verkfræðinemi
  • Jóhanna María Gísladóttir tölvunarfræðinemi
  • Katla Rún Arnórsdóttir verkfræðinemi
  • Matthías Davíðsson tölvunarfræðinemi

Umhverfisverðlaun Háskólans í Reykjavík hlaut Hið íslenska sjávarsoð

Hið íslenska sjávarsoð er fyrirtæki sem framleiðir hágæða fiskisoð á umhverfisvænan hátt. Notaðar eru til þess aukaafurðir fisks sem veiddur er á sjálfbæran hátt og umframframleiðslu grænmetis. Nýta á vannýtt affallsvatn frá jarðvarmavirkjunum til suðu og er öllu affallsvatni dælt aftur í jörðina auk þess að seldar verða aukaafurðir sem myndast við framleiðsluna til dýrafóðursframleiðanda.

Nemendur:

  • Búi Vilhjálmur Guðmundsson
  • Kristján Guðmundur Sigurðsson
  • Hjalti Jóhannsson

En þeir eru nemendur í Haftengdri nýsköpun.

Allir nemendur á fyrsta ári í HR taka þátt í samkeppni hugmynda í þriggja vikna áfanga. Þá er nemendunum skipt í hópa sem síðan eiga að koma fram með og útfæra nýsköpunarhugmynd, búa til viðskiptalíkan og frumgerð nýrrar vöru. Í ár var unnið eftir svokölluð Sprint kerfi sem hannað var hjá Google. Snjallsímalausn fyrir ferðamenn bar sigur úr býtum í keppni.

Fyrirtækið Go ARGuide hlaut fyrstu verðlaun, Guðfinnuverðlaunin og mun fara áfram í frumkvöðlakeppnina Venture Cup sem haldin verður í Kaupmannahöfn.

1. Verðlaun. Guðfinnuverðlaunin 2018. Verðlaunin eru 500.000.

Go ARGuide er snjallsímalausn fyrir ferðamenn sem felur í sér sýndar leiðsögumann í gegnum viðbótarveruleika (e. Augmented Reality). Með lausninni geta ferðamenn gengið um borgir og ferðamannastaði og fengið sérsniðna leiðsögn og upplýsingar á mjög snjallan hátt.

Nemendur:

  • Arnar Þórðarson tölvunarfræðinemi
  • Flosi Hrannar Ákason verkfræðinemi
  • Gabríela Jóna Ólafsdóttir tölvunarfræðinemi
  • Sigurður Pétur Markússon viðskiptafræðinemi
  • Unnur Stefánsdóttir laganemi

2. verðlaun hlaut ELJA Electronics

ELJA Electronics er fyrirtæki sem tvinnar saman persónuleg raftæki og góða hönnun. Fyrsta vara fyrirtækisins er nýstárlegt fjöltengi með útdraganlegum innstungum sem hentar sérstaklega vel fyrir nútíma heimili sem vilja samhæfa áhuga sinn á tækni og hönnun.

Nemendur:

  • Birkir Björns Halldórsson, laganemi
  • Eva Sif Einarsdóttir, tölvunarfræðinemi
  • Harpa Marín Jónsdóttir, verkfræðinemi
  • Jón Haukur Jónsson, viðskiptafræðinemi
  • Vigdís Halla Björgvinsdóttir, viðskiptafræðinemi

3. verðlaun hlaut fyrirtækið Klippit

Klippit gerir fyrirtækjum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á notendavænt smáforrit í símann sem heldur utan um öll stimpil- og klippikort.  Með því ná þau fram aukinni notkun og útbreiðslu gegnum auglýsingar innan forritsins.

Nemendur:

  • Eiríkur Örn Pétursson viðskiptafræðinemi
  • Hlynur Hólm Hauksson verkfræðinemi
  • Jóhanna María Gísladóttir tölvunarfræðinemi
  • Katla Rún Arnórsdóttir verkfræðinemi
  • Matthías Davíðsson tölvunarfræðinemi

Umhverfisverðlaun Háskólans í Reykjavík hlaut Hið íslenska sjávarsoð

Hið íslenska sjávarsoð er fyrirtæki sem framleiðir hágæða fiskisoð á umhverfisvænan hátt. Notaðar eru til þess aukaafurðir fisks sem veiddur er á sjálfbæran hátt og umframframleiðslu grænmetis. Nýta á vannýtt affallsvatn frá jarðvarmavirkjunum til suðu og er öllu affallsvatni dælt aftur í jörðina auk þess að seldar verða aukaafurðir sem myndast við framleiðsluna til dýrafóðursframleiðanda.

Nemendur:

  • Búi Vilhjálmur Guðmundsson
  • Kristján Guðmundur Sigurðsson
  • Hjalti Jóhannsson

En þeir eru nemendur í Haftengdri nýsköpun.