Tölvuleikjafyrirtækin Activion Blizzard og NetEase hafa hætt við áform um sameiganlegan World of Warcraft farsímaleik vegna fjárhagsdeilna. Leikurinn, sem bar vinnutitilinn Neptune, hafði verið í þróun í þrjú ár. Washington Post greinir frá.
Neptune var ætlað að vera hliðarleikur við hinn gæsivinsæla World of Warcraft, sem fyrst kom út árið 2004. Leiknum var ætluð að gerast innan sögusviðs ævintýraheimsins, en á öðrum tíma en meginleikurinn.
NetEase, sem er tölvuleikjafyrirtæki sem gerir út frá Hong Kong, hefur sagt upp yfir 100 starfsmönnum sem unnu að verkefninu. Aðeins örfáum þeirra hafa verið boðin endurráðning.