Mikið óveður hefur haldið áfram að valda usla á Spáni og þá sérstaklega í norðvesturhéruðunum Bierzo og Valdeorras.

Haglél á stærð við golfkúlur skullu á vínekrur í Beirzo og eyðilögðu 500-600 hektara af vínberjum og vínviðum.

Mikið óveður hefur haldið áfram að valda usla á Spáni og þá sérstaklega í norðvesturhéruðunum Bierzo og Valdeorras.

Haglél á stærð við golfkúlur skullu á vínekrur í Beirzo og eyðilögðu 500-600 hektara af vínberjum og vínviðum.

Tveir stormar áttu sér stað með viku millibili en sá fyrri herjaði á Cacabelos með svipuðum afleiðingum. Rúmlega 250 hektarar af vínekrum eyðilögðust og hafði einnig áhrif á Ourense-héraðið og vínekrurnar hjá DO Valdeorras.

Bændur sitja nú uppi með miklar efasemdir um hvort hægt verði að bjarga vínekrunum en aðeins tveir mánuðir voru eftir af uppskeru. Skemmdirnar á uppskerunni í ár geta einnig haft áhrif á framleiðsluna á næsta ári.