Það hefur verið rólegt yfir bílamarkaðnum í byrjun þessa árs. Ástæðan er fyrst og fremst meðal annars  háir vextir sem eru þungir fyrir fólkið í landinu. Fólk er að bíða eftir því að vextir lækki og þegar að því kemur mun það auðvitað hafa mikil áhrif á að fólk fjárfesti aftur í bílum. Það hefur einnig mikil áhrif á stöðuna á markaðnum að það eru ekki sömu ívilnanir fyrir rafmagnsbíla  og voru áður,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.

Bílablað Viðskiptablaðsins leitaðist eftir viðbrögðum frá sjö forstjórum á bílamarkaði en hægt er að lesa viðbrögð hinna sex hér.

Það hefur verið rólegt yfir bílamarkaðnum í byrjun þessa árs. Ástæðan er fyrst og fremst meðal annars  háir vextir sem eru þungir fyrir fólkið í landinu. Fólk er að bíða eftir því að vextir lækki og þegar að því kemur mun það auðvitað hafa mikil áhrif á að fólk fjárfesti aftur í bílum. Það hefur einnig mikil áhrif á stöðuna á markaðnum að það eru ekki sömu ívilnanir fyrir rafmagnsbíla  og voru áður,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.

Bílablað Viðskiptablaðsins leitaðist eftir viðbrögðum frá sjö forstjórum á bílamarkaði en hægt er að lesa viðbrögð hinna sex hér.

Benedikt segir að fólk sé einnig að bíða eftir nýjum rafbílum sem eru að koma á markaðinn á  næstunni með meiri tækni og drægni. ,,Nú er t.d. að koma frá okkur nýr Porsche Macan með yfir 600 km (WLTP) drægni og með 100 kW rafhlöðu. Einnig erum við að kynna nýtt merki KMG og nýjan rafbíl frá þeim sem ber heitið Torres. Það er því margt spennandi í gangi í rafbílum á næstunni og vonandi tekur bílasalan aftur kipp en það gerist líklega ekki fyrr en vextir lækka og fólk hefur bolmagn til að kaupa bíla á nýjan leik,“ segir hann.

,,Þetta hringl í stjórnvöldum truflar markaðinn mjög mikið. Það er galið að breyta kerfi sem virkaði mjög vel fyrir neytendur, fyrirtækin og bílaleigur. Það var rúmlega milljón króna niðurfelling á virðisaukaskatti sem nýttist öllum vel. En þá taka stjórnvöld upp á því að afnema vsk ívilnanir og setja kílómetragjald á rafbíla. Nú er komið styrkjakerfi og mér finnst ég kominn 40 ár aftur í tímann þegar menn fóru á skrifstofur úti í bæ og fengu styrki,“ segir Benedikt ennfremur.