Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir mun taka þátt í Reykjavík Fashion Festival, en Harpa er eigandi Ziska.
Í tilkynningu frá hátíðinni segir að í byrjun þessarar viku hafi verið óvíst hvort næðist að framleiða fatalínu frá Ziska í tæka tíð fyrir hátíðina, en það hafi nú fengist staðfest. Hönnuðir á RFF verða því átta talsins.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Í tilkynningunni segir að Harpa hafi lokið námi frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og hafi tekið þátt í fjölda skapandi verkefna síðan þá. Var hún t.d. tilnefnd til norrænu Code hönnunarverðlaunanna fyrir hönnun og persónusköpun í tölvuleiknum EVE Online. Harpa hefur hannað fatalínur fyrir fyrirtækið E_Label og Gallerí 17.
Þátttakendur á RFF í ár verða:
- Cintamani
- Ella
- Farmers Market
- JÖR by Guðmundur Jörundsson
- Magnea Einarsdottir
- REY
- Sigga Maija Ziska