Það er votur og vindasamur íslenskur sumardagur er hjónin Emil Hallfreðsson og Ása Reginsdóttir taka á móti blaðamanni á einstaklega fallegu heimili sínu í Garðabæ þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. Móttökurnar eru þó með ítölskum hætti þar sem brauð, olive olíur og gott kaffi spila aðalhlutverkið á borðum þeirra en þau hafa búið á Ítalíu í að verða tíu ár og búa þar enn stærsta hluta ársins. Þau ætla að eyða lunganum úr sumrinu hér á landi að þessu sinni og hlakka mikið til „að vera bara“ eins og þau orða það, eyða tíma með fjölskyldum sínum og fara í sund en þau taka bæði í sama streng um það hversu mikil lífsgæði það séu að hafa upphitaðar sundlaugar á hverju horni en slíkt þekkist einfaldlega ekki erlendis. „Já, ætli Emil sé ekki spenntastur að komast í sund,“ segir Ása og hlær.

Kom og fór grátandi

Emil er eins og þekkt er orðið leikmaður Udinese en áður spilaði hann fyrir Hellas Verona þar sem að hann átti frábær fimm ár. Einnig hefur Emil spilað fyrir íslenska landsliðið síðan árið 2005 en þá lék hann sinn fyrsta A landsleik. Emil hefur komið víða við á glæsilegum ferli sínum en hann hefur meðal annars leikið meðTottenham Hotspur á Englandi, Malmö í Svíþjóð, Lyn í Noregi, Reggiana á Ítalíu, Barnsley á Englandi og eins og fyrr segir Verona á Ítalíu. Félagaskiptin yfir til Udinese fóru fram í byrjun síðasta árs en Emil segist bókstaflega hafa komið grátandi til Verona á sínum tíma og farið þaðan grátandi. „Á þeim tíma sem að ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með því þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land. Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en það gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju. Því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“

Viðtalið við Emil og Ásu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Það er votur og vindasamur íslenskur sumardagur er hjónin Emil Hallfreðsson og Ása Reginsdóttir taka á móti blaðamanni á einstaklega fallegu heimili sínu í Garðabæ þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. Móttökurnar eru þó með ítölskum hætti þar sem brauð, olive olíur og gott kaffi spila aðalhlutverkið á borðum þeirra en þau hafa búið á Ítalíu í að verða tíu ár og búa þar enn stærsta hluta ársins. Þau ætla að eyða lunganum úr sumrinu hér á landi að þessu sinni og hlakka mikið til „að vera bara“ eins og þau orða það, eyða tíma með fjölskyldum sínum og fara í sund en þau taka bæði í sama streng um það hversu mikil lífsgæði það séu að hafa upphitaðar sundlaugar á hverju horni en slíkt þekkist einfaldlega ekki erlendis. „Já, ætli Emil sé ekki spenntastur að komast í sund,“ segir Ása og hlær.

Kom og fór grátandi

Emil er eins og þekkt er orðið leikmaður Udinese en áður spilaði hann fyrir Hellas Verona þar sem að hann átti frábær fimm ár. Einnig hefur Emil spilað fyrir íslenska landsliðið síðan árið 2005 en þá lék hann sinn fyrsta A landsleik. Emil hefur komið víða við á glæsilegum ferli sínum en hann hefur meðal annars leikið meðTottenham Hotspur á Englandi, Malmö í Svíþjóð, Lyn í Noregi, Reggiana á Ítalíu, Barnsley á Englandi og eins og fyrr segir Verona á Ítalíu. Félagaskiptin yfir til Udinese fóru fram í byrjun síðasta árs en Emil segist bókstaflega hafa komið grátandi til Verona á sínum tíma og farið þaðan grátandi. „Á þeim tíma sem að ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með því þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land. Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en það gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju. Því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“

Viðtalið við Emil og Ásu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.