Snæfríður Ingadóttir gaf nýlega út bók um gönguleiðir á Tenerife en hún hefur áður gefið út hefðbundnar handbækur um eyjuna og handbók fyrir krakka á leið til Tenerife.

Í nýju bókinni má finna 33 fjölbreyttar gönguleiðir um alla eyju og eru leiðirnar allt frá 2-17 kílómetrar að lengd.

Bókin verður mögulega gefin út í prentformi en þá aðeins seld á Tenerife.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Við fjölskyldan höfum sjálf gengið allar leiðirnar á undanförnum fimm árum. Sjálf búum við hér á Tenerife yfir veturinn þar sem við erum að gera upp gamalt hús á norðanverðri eyjunni,“ segir Snæfríður.

Bókin, sem er 155 blaðsíður, er fáanleg sem rafbók og inniheldur hlekki inn á vefsíður þar sem hægt er að hlaða niður aukaupplýsingum. Einnig er hægt að sækja um leyfa til að fá að ganga um vernduð svæði og hlaða niður kortum og ljósmyndum.

„Frábær innblástur, þó að ég segi sjálf frá, fyrir alla þá sem vilja kynnast þessari eyju á tveimur jafnfljótum,“ segir Snæfríður og bætir við að einhver eintök verða mögulega gefin út í prentformi en þá aðeins seld á eyjunni.