Gripið, þ.e. hvernig haldið er á golfkylfunni, skiptir höfuðmáli. Gripið sem tekið er með fingrunum er tenging kylfingsins við golfkylfuna.

Rétthentur kylfingur skal fyrst taka um kylfuna með vinstri hendi. Þegar gripið er rétt hvílir kylfan í fingrum vinstri handar, þannig að þegar litið er niður á vinstri hendina sjást handarbakið og tveir hnúar greinilega. Hægri höndin leggst svo neðan við, gripið er fremst í fingurna og þumallinn á vinstri hönd, hverfur inn í lófann á þeirri hægri.  Þegar horft er framan á rétt grip, sést greinilega hverrar tegundar hanskinn er sem kylfingurinn er með á vinstri hönd.

Hversu fast skal halda?

Nógu þétt til að þið missið ekki kylfuna, eða hún snúist ekki í höndunum á ykkur þegar boltinn er sleginn.

Gangi ykkur vel.

Greinin birtist fyrst í Golf, sérblaði Viðskiptablaðsins.