Konunglegi flugherinn, RAF, eins og flugher breska ríkisins er kallaður, hefur nefnt nýja Poseidon eftirlitsflugvél sína Spirit of Reykjavik, sem á íslensku myndi útleggjast sem Andi Reykjavíkur til að heiðra borgina og íbúa hennar.

Um er að ræða fjórðu Poseiton flugvél flughersins, en hún kemur til herflugvallarins Lossiemouth við samnefndan bæ í norðurhluta Skotlands á morgun að því er segir á vef flughersins .

Þar kemur einnig fram að nafnið Spirit of Reykjavík er valið til að heiðra það hlutverk sem borgin, og íbúar hennar, höfðu í að tryggja sigur bandamanna í baráttunni um yfirráð yfir Atlantshafinu í seinni heimsstyrjöldinni.

Spirit of Reykjavík, flugvél breska flughersins
Spirit of Reykjavík, flugvél breska flughersins
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Síðan er farið yfir það hvernig takmörkuð drægni flugvéla á þessum tíma hafi hindrað herinn í að ná að fylgjast með skipaferðum um allt norðanvert Atlantshafið frá flugstöðvum sínum í Bretlandi sem hafi gert kafbátum Þjóðverja kleift að valda stórfelldu tjóni á skipalestum bandamannaþjóðanna sem fluttu nauðsynlegar vistir til Bretlands.

Með tilkomu langdrægari B-24 Liberator sprengjuflugvélanna og nýs flugvallar í Reykjavík hafi tekist að tryggja mun víðtækara eftirlit sem hafði nærri því samstundis áhrif á möguleika þýsku kafbátanna til að starfa því þeir gátu ekki lengur verið óáreittir á Norður Atlantshafi.

Fyrsta flugsveit Poseidon flugvéla á vegum breska flughersins var einmitt staðsett í Reykjavík á árabilinu 1943 til 1944, en þegar hún sneri aftur heim frá Íslandi bætti Georg 6. konungur Bretlands íslenska fálkanum í merki flugsveitarinnar til að heiðra sambandið við Ísland.

Loks segir að enn í dag sé Ísland mikilvæg staðsetning fyrir eftirlitsflugvélar NATO á Atlantshafi og flugsveitin vonist til þess að rækta sambandið við íbúa Reykjavíkur á næstu árum.

Konunglegi flugherinn, RAF, eins og flugher breska ríkisins er kallaður, hefur nefnt nýja Poseidon eftirlitsflugvél sína Spirit of Reykjavik, sem á íslensku myndi útleggjast sem Andi Reykjavíkur til að heiðra borgina og íbúa hennar.

Um er að ræða fjórðu Poseiton flugvél flughersins, en hún kemur til herflugvallarins Lossiemouth við samnefndan bæ í norðurhluta Skotlands á morgun að því er segir á vef flughersins .

Þar kemur einnig fram að nafnið Spirit of Reykjavík er valið til að heiðra það hlutverk sem borgin, og íbúar hennar, höfðu í að tryggja sigur bandamanna í baráttunni um yfirráð yfir Atlantshafinu í seinni heimsstyrjöldinni.

Spirit of Reykjavík, flugvél breska flughersins
Spirit of Reykjavík, flugvél breska flughersins
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Síðan er farið yfir það hvernig takmörkuð drægni flugvéla á þessum tíma hafi hindrað herinn í að ná að fylgjast með skipaferðum um allt norðanvert Atlantshafið frá flugstöðvum sínum í Bretlandi sem hafi gert kafbátum Þjóðverja kleift að valda stórfelldu tjóni á skipalestum bandamannaþjóðanna sem fluttu nauðsynlegar vistir til Bretlands.

Með tilkomu langdrægari B-24 Liberator sprengjuflugvélanna og nýs flugvallar í Reykjavík hafi tekist að tryggja mun víðtækara eftirlit sem hafði nærri því samstundis áhrif á möguleika þýsku kafbátanna til að starfa því þeir gátu ekki lengur verið óáreittir á Norður Atlantshafi.

Fyrsta flugsveit Poseidon flugvéla á vegum breska flughersins var einmitt staðsett í Reykjavík á árabilinu 1943 til 1944, en þegar hún sneri aftur heim frá Íslandi bætti Georg 6. konungur Bretlands íslenska fálkanum í merki flugsveitarinnar til að heiðra sambandið við Ísland.

Loks segir að enn í dag sé Ísland mikilvæg staðsetning fyrir eftirlitsflugvélar NATO á Atlantshafi og flugsveitin vonist til þess að rækta sambandið við íbúa Reykjavíkur á næstu árum.