Geländewagen er einn merkilegasti bíll sem Mercedes-Benz hefur framleitt. Orðið er þýskt og merkir einfaldlega jeppi, sveitajeppi eða óbyggðabíll. Framleiðsla á jeppanum hófst 10. febrúar 1979 og hefur bílaframleiðandinn aldrei framleitt nokkurn fólksbíl lengur í 126 ára sögu sinni.

Geländewagen er einn merkilegasti bíll sem Mercedes-Benz hefur framleitt. Orðið er þýskt og merkir einfaldlega jeppi, sveitajeppi eða óbyggðabíll. Framleiðsla á jeppanum hófst 10. febrúar 1979 og hefur bílaframleiðandinn aldrei framleitt nokkurn fólksbíl lengur í 126 ára sögu sinni.

Íranski keisarinn Mohammed Reza Pahlavi óskaði eftir því árið 1972 við Daimler Benz að framleiddur yrði jeppi fyrir her sinn. Keisarinn var mikill bílaáhugamaður, átti mikið safn bíla og var gestur á fjölmörgum bílasýningum. Að auki átti hann átti hann töluverðan hlut í Daimler Benz. Líklega um 10% en hann á að hafa reynt að eignast 25% hlut árið 1975.

Íranski herinn lagði inn pöntun á 20 þúsund G jeppum en keisaranum var steypt af stóli degi eftir að framleiðslan á jeppanum hófst, þann 11. febrúar 1979. Þetta var mikið áfall fyrir bílaframleiðandann en argentínski, svissneski og norski herinn tóku yfir hluta af pöntuninni.

Samstarf Daimler Benz og Steyr-Puch

Um samstarfsverkefni var að ræða milli Daimler Benz og Steyr-Puch í Graz í Austurríki. Jeppinn var framleiddur undir þremur nöfnum fyrstu árin. Mercedes-Benz G Wagen, Puch G og Peugeot P4. Sá síðastnefndi var með frönskum vélum og var nánast eingöngu seldur til franska hersins. Árið 1994 var framleiðslunni hætt undir öðrum nöfnum og í dag nefnist bíllinn Mercedes-Benz G-Class.

Umfjöllunin birtist í sérblaðinu Bílar, sem kom út fimmtudaginn 16. mars 2023. Áskrifendur geta lesið hana í heild hér.