Í rúmlega hálftíma keyrslu austur frá miðborg Lissabon liggur úthverfið Colares sem hefur spilað stóran þátt í portúgalskri sögu, jafnvel löngu áður en þjóðin Portúgal varð til.
Svæðið var meðal annars hernumið af Noregskonungnum Sigurði Jórsalafara í miðri þriggja ára pílagríms- og herför hans til Jerúsalem árið 1108.
Ásamt því að vera sögufrægt úthverfi Lissabon þá spilar Colares einnig stórt hlutverk í portúgalskri vínframleiðslu. Við rætur Sierra de Sintra-fjallanna sitja fjölmargar vínekrur sem eiga það sameiginlegt að framleiða hágæða vín en með ögn af sjávarsalti sem berst til fjallanna úr Atlantshafinu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði