Viðskiptablaðið og Frjáls verslun fengu tvo þekkta vínsérfræðinga til að mæla með góðum hátíðarvínum fyrir lesendur Áramóta. Fyrir valinu urðu sex rauðvínsflöskur, ein hvítvínsflaska og eitt kampavín.

Viðskiptablaðið og Frjáls verslun fengu tvo þekkta vínsérfræðinga til að mæla með góðum hátíðarvínum fyrir lesendur Áramóta. Fyrir valinu urðu sex rauðvínsflöskur, ein hvítvínsflaska og eitt kampavín.

Steingrímur Sigurgeirsson.
Steingrímur Sigurgeirsson.

Steingrímur Sigurgeirsson hefur skrifað greinar um vín í þrjá áratugi, fyrst í Morgunblaðið en síðan á vefsíðunni Vínótek, sem margir þekkja. Hann velur að þessu sinni fjögur rauðvín, eitt frá Spáni, eitt portúgalskt og tvö frönsk. Eru þetta bæði vín sem vöktu athygli hans á árinu sem og klassísk vín frá Bordeaux.

„Það er alltaf nauðsynlegt að klóra sér aðeins í hausnum þegar að kemur að því að taka saman lista yfir vín eins og hér er um að ræða," segir Steingrímur. „Það er nefnilega hægt að nálgast viðfangsefnið með svo ólíkum hætti. Á að draga fram einhver af vínunum sem vöktu hjá manni mesta athygli á árinu? Eða leggja áherslu á sannreynda klassík sem alltaf stendur fyrir sínu og hvað þá á þeim tímapunkti sem mestar líkur eru á að vínunnendur splæsi í eitthvað aðeins betra en venjulega. Kannski reyna að fara milliveg þessara sjónarmiða?

Fjallað er um vín í tímaritinu Áramót, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.