Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur sett 242 fermetra einbýlishús sitt við Fremristekk 13 í Breiðholti á sölu. Fasteignamat eignarinnar er 98,7 milljónir króna.
Húsið var byggt árið 1971 en hefur verið endurhannað og endurbætt í tveimur þreptum síðastliðin tuttugu ár. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni, Logi Einarsson arkitekt teiknaði viðbygginu og Þráinn Haukson landslagsarkitekt hannaði lóðina. Rut hannaði sjálf allt innandyra.
Húsið, sem inniheldur þrjú svefnherbergi, býr yfir fallegu útsýni yfir Elliðaárdal og Esjuna. Á neðstu hæðinni er 21,8 fermetra spa rými sem inniheldur vatnsgufu, heitan pott og arinn. Einnig er að finna sérhannaða litla víngeymslu á sömu hæð. Lóðin var hönnuð og endurnýjuð algjörlega á árinu 2006.