Kostnaður vegna rafbíla tók miklum breytingum um síðustu áramót þegar ívilnanir vegna greiðslu á virðisaukaskatti féllu niður. Sú ívilnun gat náð hámarki 1.320.000 kr. Þá settu stjórnvöld á 6 krónu gjald fyrir hvern ekinn kílómetra fyrir hreina rafbíla og 2 krónur fyrir tengiltvinnbíla. Núna er hægt að sækja um skattfrjálsan styrk að upphæð 400-900 þúsund krónur úr Orkusjóði til kaupa á rafbíl. Enginn styrkur er greiddur fyrir rafbíla sem kosta meira en 10 milljónir króna.
Kílómetragjald er innheimt mánaðarlega og miðast við meðalakstur. Samdráttur í bílasölu á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur um 60% miðað við sama tíma í fyrra. Samdráttur í sölu á rafbílum er um 70% miðað við sama tímabil samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.
Helmingur seldra bíla á síðasta ári voru rafbílar og var hlutfallið yfir 90 prósent ef bílaleigur eru ekki teknar með í reikninginn. Við spurðum forstjóra bílaumboðanna hvernig þeim líst á stöðuna á markaðnum og hvaða áhrif þeir telja kílómetragjaldtaka stjórnvalda hafa á bílamarkaðinn.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði