Á vef Náttúrulækningafélags Íslands er fjallað um hvað prótein sé, hvaðan við fáum það og hve ráðlagður dagsskammtur sé. Þar kemur fram að það séu til um 300 mismunandi amínósýrur. Mannslíkaminn notar þó einungis 20 þeirra til að byggja prótein í líkamanum og 9 af þessum 20 lífsnauðsynlegu amínósýrum þurfum við að fá úr fæðunni okkar þar sem líkaminn getur ekki myndað þær.
Hér að neðan er listi yfir helstu próteingjafa og viðmið fyrir ráðlagðan dagsskammt.
Helstu próteingjafar:
- Kjúklingabringa (grilluð) - 30g af próteini í 100g.
- Lambakjöt (grillaður hryggvöðvi) - 21g af próteini í 100g.
- Lax (steiktur) - 21g af próteini í 100g.
- Nautalund (grilluð) - 21g af próteini í 100g.
- Túnfiskur (niðursoðinn í dós) – 17g af próteini í 100g.
- Þorskur (gufusoðinn) – 21g af próteini í 100g.
- Egg (soðið) – 12g af próteini í 100g.
- Fjörmjólk – 4,4g af próteini í 100g.
- Kotasæla – 18g af próteini í 100g.
- Ostur (17%) – 30g af próteini í 100g.
- Skyr (hreint) – 12g af próteini í 100g.
- Hnetusmjör – 25g af próteini í 100gr.
- Möndlur (m/hýði) – 23g af próteini í 100g.
- Sólkjarnafræ – 20g af próteini í 100g.
- Kjúklingabaunir (soðnar) – 9g af próteini í 100g.
- Nýrnabaunir (soðnar) – 8g af próteini í 100g.
Ráðlagður dagsskammtur:
- Kyrrsetumanneskja: 0,8 – 1,0 g prótein/kg líkamsþyngdar
- Þolþjálfun: 1,2 – 1,4 g prótein/kg líkamsþyngdar
- Styrktarþjálfun: 1,5 – 1,8 g prótein/kg líkamsþyngdar
- Almenn þjálfun (blanda þol- og styrktarþjálfunar): 1,5 g prótein /kg líkamsþyngdar