Siglufjörður
Sjöunda brautin á Siglufjarðarvelli er einstaklega glæsileg. Brautin er ekki löng en kylfingurinn verður að fljúga boltanum alla leið inn á flöt yfir vatn. Sýnd veiði en ekki gefin.

Siglufjörður.
Silfurnesvöllur á Höfn í Hornafirði
Önnur brautin á Silfurnesvelli er einstaklega glæsileg, en það er ekki nóg að koma boltanum yfir sjóinn, heldur er flötin einstaklega krefjandi. Hárnákvæmt högg er nauðsynlegt, annars er voðinn vís.

Silfurnesvöllur á Höfn í Hornafirði.
Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu EV Golf, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.