Samkvæmt Alþjóða vínstofnuninni (OIV) sjá hvít- og rósavínssölur samlangt fyrir um helmingi allrar vínneyslu á heimsvísu. Eftirspurnin eftir þessum víntegundum hefur vaxið mjög hratt síðan 2010, ásamt eftirspurn eftir freyðivíni.

Að sögn stofnunarinnar hefur rósavínsmarkaðurinn hækkað á ný eftir að hafa fengið á sig töluvert högg eftir fjármálakreppuna árið 2008. Neysla rauðvíns hefur hins vegar ekki sýnt sömu þróun en hún náði hámarki sínu árið 2007.

Samkvæmt Alþjóða vínstofnuninni (OIV) sjá hvít- og rósavínssölur samlangt fyrir um helmingi allrar vínneyslu á heimsvísu. Eftirspurnin eftir þessum víntegundum hefur vaxið mjög hratt síðan 2010, ásamt eftirspurn eftir freyðivíni.

Að sögn stofnunarinnar hefur rósavínsmarkaðurinn hækkað á ný eftir að hafa fengið á sig töluvert högg eftir fjármálakreppuna árið 2008. Neysla rauðvíns hefur hins vegar ekki sýnt sömu þróun en hún náði hámarki sínu árið 2007.

Vinsældir hvítvíns undanfarin 20 ár hafa verið mest áberandi í löndum eins og Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi en þau lönd hafa tekið fram úr Spáni og Frakklandi, þar sem víndrykkja virðist hafa minnkað.

„Undanfarna áratugi hefur víngeirinn í heiminum séð jákvæða þróun þegar kemur að framleiðslu og neyslu á hvítvíni og rósavíni á meðan rauðvínsneysla hefur minnkað. Þessa breytingu má aðallega rekja til heildarbreytinga í eftirspurn á markaðnum,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Árið 2021 var hvítvín 43% af allri vínneyslu á heimsvísu. Neysla á heimsvísu á hvítvíni og rósavíni hefur nú aukist um 10% og 17% frá 2000 en rauðvínsneysla hefur aftur á móti lækkað um 15% frá 2007.

Neysla á hvítvíni í Bandaríkjunum jókst þá um 65% frá árunum 2000-2021 en aukningin hefur hins vegar hröðust í Bretlandi.

Bandaríkin, Kína og Þýskaland eru einnig stærstu rauðvínsneytendur og þar á eftir koma Frakkar og Ítalir. Kína hefur einnig upplifað mikinn vöxt í víndrykkju undanfarna tvo áratugi en neysla virðist samt hafa minnkað þar síðan hún náði hámarki árið 2017. Neysla í Frakklandi hefur minnkað um næstum helming frá upphafi aldarinnar en þjóðin var eitt sinn stærsti rauðvínsneytandi í heimi.