Hyundai hefur frumsýnt IONIQ 6 sem verður nýjasti rafbíllinn úr smiðju Hyundai Motor.
Bíllinn er búinn rúmlega 77 kWh rafhlöðu með 610 km drægni og um 14 kWh meðalorkunotkun á hvern ekinn kílómetra, sem er með því besta á rafbílamarkaðnum. IONIQ 6 styður við bæði 400-V og 800-V hleðslustöðvar enda er 800-V hleðslukerfi bílsins staðalbúnaður og getur tekið við 400 V hleðslu án viðbótaríhluta eða millistykkja. Með 350 kW hleðslu getur IONIQ 6 hlaðið frá 10 til 80 prósenta á aðeins 18 mínútum.
Auk þess að vera hlaðinn ýmsum áhugaverðum tækninýjungum og miklum öryggis- og þægindabúnaði fyrir ökumann og farþega og kunnuglegt er svipmótið af Hyundai Coupe, þar sem sportleg straumlínulögun, ávöl yfirbyggingin og tvöföld vindskeið að aftan voru aðaleinkennin.
Heildarlengd Ioniq 6 er rúmir 4,8 metrar, breidd um 1,9 m og hæð yfirbyggingarinnar um 1,5 metrar. Hjólhafið er rétt um þrír metrar sem veitir gott rými fyrir aukin þægindi í farþegarýminu, þar sem endurunnin og mild efni eru allsráðandi. Val er um 18 eða 20 tommu felgur og í heild endurspegar hönnunin og vindskeiðarnar neðan afturrúðu og önnur ofan afturljósanna mjög sportlega og sérkennandi ásýnd sem gerir Ioniq 6 talsvert ólíkan öðrum rafbílum á markaðnum.
IONIQ 6 verður fáanlegur með vali um mismunandi aflrásir og rafhlöður til að mæta þörfum hvers viðskiptavinar. Langdræga 77,4 kWst rafhlaðan er hægt að tengja við tvö rafmótora, annað hvort afturhjóladrif (RWD) eða fjórhjóladrif (AWD) en það síðar nefnda skilar 239 kW afli, 605 Nm togi og hröðun frá úr 0 km/klst í 100 km/klst er 5,1 sekúndur.