Bocuse d’Or er það stærsta í keppnismatreiðslu sem er í gangi í heiminum í dag. Það er búinn að vera draumur minn lengi að fara í þessa keppni. Það má segja að ég hafi stefnt að þessu markmiði síðan ég byrjaði að læra kokkinn árið 2012,“ segir Sindri. Hann fór að læra kokkinn í Perlunni en í dag er Sindri einn af eigendum veisluþjónustunnar Flóran.
Sindri segist hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn fyrir Bocuse d’Or. ,,Ég æfði mikið í glænýrri aðstöðu hjá Expert á Höfðabakka 7. Þar er mjög flott eldhús, eiginlega rými sem er með gleri þannig að fólk getur fylgst með hvað ég er að gera í eldhúsinu. Þetta er geggjuð aðstaða og ég er þakklátur Expert hvað fyrirtækið hefurgert mikið og stutt mig vel fyrir Bocuse d’Or,“ segir Sindri og bætir við að eldhúsið góða verði aftur meira og minna heimili hans þegar undirbúningurinn hefst fyrir aðalkeppnina í Lyon. Sindri svarar hér nokkrum laufléttum spurningum um bíla og akstur
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði