Rydar bikarinn, liðakeppni bandarískrar og evópskra kylfinga, hefst á föstudaginn á Marco Simone golfvellinum í útjaðri Rómar á Ítalíu.

Rydar bikarinn, liðakeppni bandarískrar og evópskra kylfinga, hefst á föstudaginn á Marco Simone golfvellinum í útjaðri Rómar á Ítalíu.

Er þetta einungis í þriðja skiptið sem keppnin er haldin á meginlandi Evrópu. Það gerðist fyrst árið 1997, þegar hún var haldin á Valderrama vellinum á Spáni og svo árið 2018 þegar mótið fór fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi. Fyrir utan þessi þrjú skipti hefur keppnin ætið verið haldin í Bandaríkjunum eða á Bretlandseyjum.

Fyrsta Ryder keppnin var haldin árið 1927 en vegna seinni heimsstyrkjaldarinnar féllu fjögur mót niður frá og með árinu 1939 til 1945. Allt til ársins 1971 var þetta keppni á milli bandarískra og enskra kylfinga. Frá 1973 til 1977 kepptu írskir kylfingar með Englendingum en frá 1979 hefur þetta verið keppni á milli Evrópu og Bandaríkjanna.