Kunsang Tsering og Erna Pétursdóttir mönnuðu vaktina hjá veitingabásnum Makkake og Sodalab á Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum í ár. Makkake selur asískan mat eins og Kimchi og fylltar bollur og hefur staðurinn verið hluti af hátíðinni alveg frá byrjun.

Drykkjarbás Sodalab var þar undir þeirra væng en hann er í samstarfi við Ramen Momo og Lady Brewery út á Granda. Þar gátu gestir prufað óáfenga drykki eins og Kokotaru freyðite, sem inniheldur rabarbara, ferskjur og hvítt te.

„Við bjóðum líka upp á svokallað Kyoto Collab og Seoul límonaði. Við erum svona mest að hugsa fyrir fólkið sem er að fara í „tasting menu“ en vill samt fá eitthvað óáfengt og „fancy,“ segir Erna.

Kunsang Tsering og Erna Pétursdóttir mönnuðu vaktina hjá veitingabásnum Makkake og Sodalab á Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum í ár. Makkake selur asískan mat eins og Kimchi og fylltar bollur og hefur staðurinn verið hluti af hátíðinni alveg frá byrjun.

Drykkjarbás Sodalab var þar undir þeirra væng en hann er í samstarfi við Ramen Momo og Lady Brewery út á Granda. Þar gátu gestir prufað óáfenga drykki eins og Kokotaru freyðite, sem inniheldur rabarbara, ferskjur og hvítt te.

„Við bjóðum líka upp á svokallað Kyoto Collab og Seoul límonaði. Við erum svona mest að hugsa fyrir fólkið sem er að fara í „tasting menu“ en vill samt fá eitthvað óáfengt og „fancy,“ segir Erna.

Erna Pétursdóttir segir Íslendinga mjög spennta fyrir asískum drykkjarvörum.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Hún segir drykkirnir hafi verið í boði á Ramen Momo í eitt ár og samsvari nú 50% af allri drykkjarsölu veitingastaðarins. „Fólk er mjög spennt fyrir þessu af því þetta er hollt og líka vegna þess að þetta er kóreskt og japanskt te en er samt gert úr íslenskum hráefnum.“

Kunsang tekur í sama streng og segir velgengni Makkake og Ramen Momo skýrast að stórum hluta til vegna framandi bragðtegunda og notkun á íslensku hráefni. Hann segir líka að viðhorf Íslendinga gagnvart asískum mat hafi þróast mikið á undanförnum árum.

„Áður fyrr þegar við opnuðum fyrst Ramen Momo þá pöntuðu Íslendingar bara alltaf núðlu súpu, en nú veit fólk alveg muninn og getur greint á milli hvað er kínverskt og hvað er japanskt til dæmis. Íslendingar eru líka alltaf tilbúnir að prófa eitthvað nýtt,“ segir Kunsang.