Sextíu og fimm íslensk fyrirtæki eru nú stödd í Finnlandi til að sækja sprota og tækniráðstefnuna Slush sem haldin verður á fimmtudag og föstudag. Aldrei hafa jafn mörg sprotafyrirtæki og fjárfestingasjóðir sent fulltrúa frá Íslandi á ráðstefnuna en rúmlega hundrað manns skipa sendinefndina.

Töluverður fjöldi Íslendinga mun koma fram á hátíðinni og hliðarviðburðum hennar. Davíð Helgason, stofnandi Unity og fjárfestir tekur þátt í pallborðsumræðum um loftslagsfjárfestingar. Fyrirtækin Hopp, Avo og Indó munu koma fram á viðburði þar sem upprennandi stjörnur í frumkvöðlaheiminum fá tækifæri til að kynna sig á stóra sviði ráðstefnunnar. Þá mun hljóðtæknifyrirtækið Treble koma fram á lokakvöldi Silicon Vikings New Nordics Pitch Competition og orkufyrirtækið Snerpa Power taka þátt í pallborðsumræðum á vegum Norrænu nýsköpunarsetranna.

„Slush laðar til sín helstu fjárfesta á sviði nýsköpunar í heiminum. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári en nú sækja tæplega fimm þúsund sprotafyrirtæki og næstum þrjú þúsund fjárfestingasjóðir Helsinki heim,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, stjórnandi Iceland Innovation Week.

Íslandsstofa og Iceland Innovation Week standa fyrir tveimur viðburðum í samstarfi við sendiráðið í Helsinki fyrir íslensku fyrirtækin og vísisjóðina. Sá fyrri var haldinn í sendiráði Íslands í Helsinki í dag. Færri komust að en vildu en mikill fjöldi einstaklinga úr sprota- og frumkvöðlasamfélaginu var þar samankominn til að hitta íslensku sendinefndina. Síðari viðburðurinn verður haldinn á morgun en þá gefst fjárfestum tækifæri til að spjalla betur við fulltrúa íslensku sprotafyrirtækjanna. „Þetta verður stærra í sniðum en áður. Það er öflug flóra af sprotum á Íslandi sem eru í mikilli markaðssókn. Slush er kjörinn vettvangur til að komast í tengsl við fjárfesta til að fjármagna vöxtinn sem framundan er,“ segir Melkorka.

Á meðal þeirra fjölmörgu íslensku fyrirtækja sem sækja Slush má nefna Smitten, Taktikal, Oz, Lucinity, Ankeri, Evolytes og Empower.

Myndir frá fyrri viðburðinum í sendiráði Íslands í Helsinki má sjá hér að neðan.

Sextíu og fimm íslensk fyrirtæki eru nú stödd í Finnlandi til að sækja sprota og tækniráðstefnuna Slush sem haldin verður á fimmtudag og föstudag. Aldrei hafa jafn mörg sprotafyrirtæki og fjárfestingasjóðir sent fulltrúa frá Íslandi á ráðstefnuna en rúmlega hundrað manns skipa sendinefndina.

Töluverður fjöldi Íslendinga mun koma fram á hátíðinni og hliðarviðburðum hennar. Davíð Helgason, stofnandi Unity og fjárfestir tekur þátt í pallborðsumræðum um loftslagsfjárfestingar. Fyrirtækin Hopp, Avo og Indó munu koma fram á viðburði þar sem upprennandi stjörnur í frumkvöðlaheiminum fá tækifæri til að kynna sig á stóra sviði ráðstefnunnar. Þá mun hljóðtæknifyrirtækið Treble koma fram á lokakvöldi Silicon Vikings New Nordics Pitch Competition og orkufyrirtækið Snerpa Power taka þátt í pallborðsumræðum á vegum Norrænu nýsköpunarsetranna.

„Slush laðar til sín helstu fjárfesta á sviði nýsköpunar í heiminum. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári en nú sækja tæplega fimm þúsund sprotafyrirtæki og næstum þrjú þúsund fjárfestingasjóðir Helsinki heim,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, stjórnandi Iceland Innovation Week.

Íslandsstofa og Iceland Innovation Week standa fyrir tveimur viðburðum í samstarfi við sendiráðið í Helsinki fyrir íslensku fyrirtækin og vísisjóðina. Sá fyrri var haldinn í sendiráði Íslands í Helsinki í dag. Færri komust að en vildu en mikill fjöldi einstaklinga úr sprota- og frumkvöðlasamfélaginu var þar samankominn til að hitta íslensku sendinefndina. Síðari viðburðurinn verður haldinn á morgun en þá gefst fjárfestum tækifæri til að spjalla betur við fulltrúa íslensku sprotafyrirtækjanna. „Þetta verður stærra í sniðum en áður. Það er öflug flóra af sprotum á Íslandi sem eru í mikilli markaðssókn. Slush er kjörinn vettvangur til að komast í tengsl við fjárfesta til að fjármagna vöxtinn sem framundan er,“ segir Melkorka.

Á meðal þeirra fjölmörgu íslensku fyrirtækja sem sækja Slush má nefna Smitten, Taktikal, Oz, Lucinity, Ankeri, Evolytes og Empower.

Myndir frá fyrri viðburðinum í sendiráði Íslands í Helsinki má sjá hér að neðan.

© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)
© Karl Vilhjálmsson (Karl Vilhjálmsson)