Jaguar við Hestháls mun á morgun, laugardaginn 14. október, kynna aldrifna jepplinginn F-Pace SE R-DYN í tengiltvinnaútfærslu (PHEV) milli klukkan 12 og 16.

Jepplingurinn er að langmestu leyti smíðaður úr áli og er ríkulega búinn þæginda- og öryggisbúnaði. Allur frágangur farþegarýmisins ber einnig vott um afar fágað handbragð hönnuða Jaguar.

Tengiltvinnaútgáfan F-Pace SE R-DYN PHEV er búin kraftmikilli fjögurra strokka bensínvél og 105 kW rafmótor sem saman framleiða 404 hestöfl og hafa 640 Nm tog við 8 gíra sjálfskiptinguna, enda er hröðunin frá 0-100 km/klst. aðeins 5,3 sekúndur. Rafhlaðan er 17,1 kWh sem gerir kleift að aka eingöngu á rafmagni allt að 65 km við bestu kjöraðstæður samkvæmt WLTP. Aðeins tekur um 30 mínútur að hlaða rafhlöðuna frá 0-80%.

Meðal ríkulegs staðalbúnaðar Jaguar F-Pace SE R-DYN PHEV má nefna tólf mismunandi stillingar á upphitanlegum framsætunum, Meridan hljómflutningskerfi sem er meðal annars stjórnað á rúmlega 11 tommu PiVi afþreyingarsnertiskjá, hita í stýri, framrúðu, rúðupissi og hliðarspeglum, nálgunarvara framan og aftan auk þess sem bíllinn er búinn 20 tommu tvílitum álfelgum, rafdrifnum afturhlera og sjálfvirkum Premium LED-aðalljósum með einkennandi dagljósum.

Auk staðalbúnaðar er hægt að panta ýmsan aukabúnað með bílnum, svo sem glerþak, 360° myndavélakerfi, langboga og fleira.