Japanski viskíframleiðandinn Suntory, sem varð 100 ára á síðasta ári, hefur tilkynnt að hann muni gefa út 400 flöskur af Hibiki 40-viskíi. Hver og ein flaska mun kosta í kringum 35 þúsund dali, eða 4,7 milljónir króna.

Viskíið verður frekar hóflegt í áfengismagni, eða um 43%, og hefur þann tilgang að heiðra fortíð Suntory með því að blanda saman fimm mismunandi malt- og kornviskítegundum sem eru öll að minnsta kosti 40 ára gömul.

Japanski viskíframleiðandinn Suntory, sem varð 100 ára á síðasta ári, hefur tilkynnt að hann muni gefa út 400 flöskur af Hibiki 40-viskíi. Hver og ein flaska mun kosta í kringum 35 þúsund dali, eða 4,7 milljónir króna.

Viskíið verður frekar hóflegt í áfengismagni, eða um 43%, og hefur þann tilgang að heiðra fortíð Suntory með því að blanda saman fimm mismunandi malt- og kornviskítegundum sem eru öll að minnsta kosti 40 ára gömul.

House of Suntory var stofnað af Shinjiro Torii árið 1923 en á þeim tíma hafði viskíframleiðsla ekki náð sér til stranda Japans. Fyrirtækið varð því fyrsta viskífyrirtæki Japans en í dag rekur það fimm eimingarverksmiðjur í landinu, þar á meðal í Yamazaki, sem er talin vera fæðingarstaður japansks viskís.

Viskíinu er að lokinni eimingu komið fyrir í 200 ára gömlum eikartrjátunnum sem eiga sér rætur að rekja til verksmiðju fyrirtækisins í Hakushu.

Flöskurnar eiga að tákna árstíðirnar og eru settar í minjagripakassa sem er búinn til af öllum 12 viðartegundum sem finnast í Japan