Apple TV+ hefur gefið út stiklu fyrir nýja sjónvarpsþætti sem sýndir verða í sumar. Þættirnir Chief of War verða með Jason Mamoa í aðalhlutverki en þar leikur hann höfðingjann Ka’ina á Havaíeyjum.

Þættirnir, sem verða níu talsins, gerast á 18. öld á miklum átakatímum þegar ættbálkar börðust sín á milli og þurftu jafnframt að glíma við vestræna nýlendustefnu.

Chief of War er byggð á sannsögulegum atburðum og fylgir stríðsmanninum Ka‘iana sem vinnur hörðum höndum að því að sameina eyjarnar. Athygli vekur að leikarar munu þá jafnframt tala saman á havaísku.

Pólýnesíska tungumálið, sem dregur nafn sitt af eyjunni, er opinbert tungumál á Havaí en er í mikilli útrýmingarhættu. Síðan 1949 hafa heimamenn barist við að vernda tungumálið en aðeins tvö þúsund manns tala tungumálið í dag.

Leikarnir eru einnig frá Pólýnesíu en í hlutverki fara Luciane Buchanan, Temuera Morrison, Te Ao o Hinepehinga, Cliff Curtis, Kaina Makua, Moses Goods, Siua Ikale’o, Brandon Finn, James Udom, Mainei Kinimaka, Te Kohe Tuhaka og Benjamin Hoetjes.

Hanz Zimmer samdi og framleiddi þematónlistina fyrir alla níu þættina ásamt tónskáldinu James Everingham.