ÍSBAND bílaumboð mun efna til bílasýningar á útivistarsýningunni Vetrarlíf sem haldin verður dagana 25. og 26. nóvember næstkomandi í reiðhöll Léttis á Akureyri.

Jeep Avenger, sem er bíll ársins í Evrópu og fyrsti 100% rafknúni bíllinn frá Jeep, verður til sýnis ásamt Jeep Renegade, Jeep Compass og Jeep Wrangler Rubicon.

Sýndir verða breyttir Jeep Wrangler og RAM 3500, en þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep og RAM bifreiðum. Loks verður sýndur Alfa Romeo Tonale Veloce Q4, sem er fyrsti Plug-In Hybrid bíllinn frá Alfa Romeo.

Í tilkynningu segir að sérstök tilboð verða á sýningar- og reynsluakstursbílum en sýningin verður milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum og á sunnudeginum á milli kl. 11:00 og 15:00.

Boðið verður einnig upp á reynsluakstur á sýningarbílunum hjá Stormi á Óseyrargötu 4.