Leikarinn Jim Carrey hefur sett húsið sitt í Brentwood hverfinu í Los Angeles til sölu á 28,9 milljónir dala eða sem nemur 4,1 milljarði króna. Carrey eignaðist húsið árið 1994 eða um það leyti sem fyrsta stórmyndin sem hann fór með aðalhlutverk í, Ace Venture: Pet Detective, kom út. WSJ greinir frá.

Carrey, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í kvikmyndum á borð við Dumb and Dumber og The Mask, sagði í tilkynningu að eignin hefði verið staður innblásturs fyrir hann í „30 mjög skapandi velmektarár“.

Húsið er 1.180 fermetrar og inniheldur fimm svefnherbergi. Eignin inniheldur m.a. líkamsrækt, tennisvöll, sundlaug, utandyra hugleiðingaraðstöðu og heimabíó.

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)

© Daniel Dahler (Sotheby‘s International Realty)