Ljósum prýdd Jólalest Coca-Cola keyrir sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 22. skiptið á laugardaginn, þann 9. desember. Lestin mun leggja af stað kl. 16:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi. Þaðan ferðast hún um helstu hverfi höfuðborgarinnar og nærsveita áður en hún snýr aftur upp á Stuðlaháls. Jólalestin mun  stoppa á 3 stöðum á ferðalagi sínu. Þar geta gestir og gangandi heilsað upp á jólasveina og fengið sér hressingu. Ráðgerð stopp eru við Spöngina kl. 16:30, við Hörpu kl. 17:30 og við Smáralind kl. 19:00.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og munu björgunarsveitarmenn ganga meðfram henni við þá helstu staði þar sem fólk safnast saman til að draga úr slysahættu.

Fylgst með í rauntíma

Það er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi  fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Á meðan sumir safnast saman á fjölförnum stöðum þar sem lestin á leið, kjósa aðrir að fylgjast með henni af svölunum eða út um glugga heima hjá sér. Talið er að á milli 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar á ári hverju.

Annað árið í röð verður hægt verður að fylgjast með staðsetningu lestarinnar í rauntíma á www.jolalestin.is .

Í fyrra var umferðin á heimasíðu Jólalestarinnar svo mikil að heimasíðan hrundi um stundarsakir. Gerðar hafa verið viðeigandi ráðstafanir í ár til að fyrirbyggja slíkt.

Ljósum prýdd Jólalest Coca-Cola keyrir sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 22. skiptið á laugardaginn, þann 9. desember. Lestin mun leggja af stað kl. 16:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi. Þaðan ferðast hún um helstu hverfi höfuðborgarinnar og nærsveita áður en hún snýr aftur upp á Stuðlaháls. Jólalestin mun  stoppa á 3 stöðum á ferðalagi sínu. Þar geta gestir og gangandi heilsað upp á jólasveina og fengið sér hressingu. Ráðgerð stopp eru við Spöngina kl. 16:30, við Hörpu kl. 17:30 og við Smáralind kl. 19:00.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og munu björgunarsveitarmenn ganga meðfram henni við þá helstu staði þar sem fólk safnast saman til að draga úr slysahættu.

Fylgst með í rauntíma

Það er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi  fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Á meðan sumir safnast saman á fjölförnum stöðum þar sem lestin á leið, kjósa aðrir að fylgjast með henni af svölunum eða út um glugga heima hjá sér. Talið er að á milli 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar á ári hverju.

Annað árið í röð verður hægt verður að fylgjast með staðsetningu lestarinnar í rauntíma á www.jolalestin.is .

Í fyrra var umferðin á heimasíðu Jólalestarinnar svo mikil að heimasíðan hrundi um stundarsakir. Gerðar hafa verið viðeigandi ráðstafanir í ár til að fyrirbyggja slíkt.