Landssamband bakarameistara efndi venju til árlegrar keppni um Köku ársins og sigurvegarinn að þessu sinni er Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi.
Kakan er með Doré karamellu-mousse með passion-kremi og heslihnetumarengsbotni. Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna sambandsins um allt land í dag í tilefni af Valentínusardegi, sem er næstkomandi þriðjudag. Kaka ársins verður til sölu út árið.
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók á móti fyrstu kökunni í dag.