Natalia Makovik er stofnandi tékknesku fasteignasölunnar VIP Castle. Fyrirtækið sérhæfir sig í að selja viðskiptavinum sínum kastala og hefðarsetur í héruðum Tékklands, en þar úir og grúir af slíkum fínni fasteignum. Landið dvaldi lengi undir óreiðustjórn lénskerfis sem gat af sér ótal minni hefðarmenn og aðalsfólk, sem allt dreif sig að byggja sér sinn eigin einkakastala.

Verð kastalanna er mjög á víð og dreif, en ævinlega í hlutfalli við stærðir þeirra og ásigkomulag. Til að mynda er hægt að kaupa sér einkakastala á litlar tvær milljónir króna, en það gæti kostað í kringum 20 milljónir aukalegar að gera kastalann upp. Aðrir kastalar, sem eru í betra standi, kosta jafnvel 560 milljónir króna. Venjulega tekur Natalia sér 3% þóknun fyrir hverja sölu, en á síðasta ári hagnaðist hún um 20 milljónir króna á þessari starfsemi.

Fyrirtæki hennar hefur um 400 hefðarfasteignir á sölu. Þá eru fasteignirnar allt frá því að vera hefðbundin fyrrum sveitarbýli aðalsfólks að því að vera tignarlegar hallir með danssölum og margra ekru garðsvæðum. Atvinna Nataliu er þó ekki sá dans á rósum sem hann virðist vera - það er mikil vinna og erfiðleikar faldir í því að selja slíkar eignir.

Marga auðkýfinga dreymir um að eignast kastala, en svo þegar þeir uppgötva kostnaðinn við að gera upp slíkt hefðarbýli - auk þess sem að hefðarbýlið er oftast nær staðsett langt í burtu frá almennri siðmenningu - á þeim allflestum til að snúast hugur varðandi fasteignaviðskiptin.