Kate Moss, ein frægasta fyrirsæta heims, kynnti á dögunum vörumerkið „Cosmoss“. Vörumerkið, sem er innblásið af náttúrunni og andlegri vakningu, var þróað í tengslum við nýja lífshætti Moss þar sem vellíðan og sjálfsrækt eru í forgrunni.
„Cosmoss“ byggir á þeirri reynslu sem Moss hefur fengið í gegnum jóga, hugleiðslu og hreinsimeðferðir. Moss, sem áður var þekkt fyrir að skemmta sér meira en góðu hófi gegnir, hefur nú tekið upp andlegri lífsstíl og iðkar reglulega Ashtanga jóga og hljóðböð.
Kate Moss, ein frægasta fyrirsæta heims, kynnti á dögunum vörumerkið „Cosmoss“. Vörumerkið, sem er innblásið af náttúrunni og andlegri vakningu, var þróað í tengslum við nýja lífshætti Moss þar sem vellíðan og sjálfsrækt eru í forgrunni.
„Cosmoss“ byggir á þeirri reynslu sem Moss hefur fengið í gegnum jóga, hugleiðslu og hreinsimeðferðir. Moss, sem áður var þekkt fyrir að skemmta sér meira en góðu hófi gegnir, hefur nú tekið upp andlegri lífsstíl og iðkar reglulega Ashtanga jóga og hljóðböð.
Í vörulínunni er meðal annars andlitskrem sem inniheldur mosa og aðrar íslenskar jurtir sem eiga að endurnæra og mýkja húðina. Auk kremsins er hreinsisápa með rosehip olíu og bakuchiol, sem á að virka eins og náttúrulegt retínól, og andoxunarolían Golden Nectar með CBD til að róa og sefa húðina.
„Cosmoss“ endurspeglar nýja sýn Kate Moss á lífið – með áherslu á heilsu, sjálfbærni og andlegan vöxt.