Hafnaboltastjarna New York Mets, Francisco Lindor, er að ganga frá kaupum á 20 milljóna dala lúxusíbúð á norðausturhluta Manhattan. Samkvæmt WSJ hefur fasteignasalinn ekki viljað tjá sig um söluna.

Íbúðin er með sex svefnherbergi og er 464 fermetrar að stærð. Seljendur höfðu þá beðið um 22,9 milljónir dala fyrir íbúðina. Lindor, sem er 31 árs, hefur ekki tjáð sig um kaupin.

Lindor fæddist í Púerto Ríkó en flutti síðan til Flórída sem barn. Árið 2021 keypti hann heimili við Apopka-vatn, nálægt Orlando, fyrir 2,9 milljónir dala. Hann á tvær dætur með eiginkonu sinni, Katia Reguero Lindor.

Blokkin, sem verður fullkláruð á næsta ári, var hönnuð af arkitektastofunni Beyer Blinder Belle. Hún mun þá bjóða einnig upp á leikherbergi fyrir börn, bíósal, og sýndarveruleikaherbergi þar sem hægt verður að spila golf, fótbolta, íshokkí og körfubolta í hermi.