Sandero er minnsti og ódýrasti bíllinn sem BL bjóða úr Dacia-línunni. Bíllinn byggir á sama undirvagni og m.a. Renault Clio en Renault er eins og flestum ætti að vera kunnugt móðurfyrirtæki Dacia. Sandero kom fyrst á markað árið 2008 og er þessi nýi bíll þriðja kynslóðin af bílnum.
Sandero kemur í tveimur útfærslum á markað hér, annars vegar Essential sem er beinskiptur og Stepway Express sem er sjálfskiptur og betur búinn aukahlutum. Bíllinn sem var reynsluekinn er af síðari gerðinni og kemur hann á 16” álfelgum, með leðurklæddu stýri og 8” snertiskjá auk fjarlægðarskynjara að framan og aftan. Þá eru plastlistar og aurbretti á Stepway Express útgáfunni sem gefa Sandero töff útlit.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði