Níu áratugum eftir að Jóhannes úr Kötlum gaf út ljóðakverið „Jólin koma“ eru kerti og spil enn órjúfanlegur partur af íslenskum jólahefðum.

Úrvalið hefur aldrei verið meira en Viðskiptablaðið hefur tekið saman nokkrar vörur sem eru tilvaldar í jólapakkann, hvort sem það er fyrir byrjendur eða lengra komna. Allir fá þá eitthvað fallegt – í það minnsta kerti og spil.

Trudon lúxuskerti

Trudon kertin fást í Gömlu bókabúðinni á Flateyri.
Trudon kertin fást í Gömlu bókabúðinni á Flateyri.

Fyrir þá sem eiga pening til að brenna eru Trudon kertin eina rétta valið. Saga Trudon nær aftur til ársins 1643 en um er að ræða eina konunglega kertaframleiðanda Frakklands og átti Napoléon Bonaparte til að mynda kerti frá framleiðandanum. Lyktin er óviðjafnanleg og útlitið einstakt þar sem innblástur er fenginn frá lögun kampavínsfata. Hvert kerti er að fullu handgert í Frakklandi en hluti af söluverði fer til verndunar býflugna í útrýmingarhættu þar sem slagorð Trudon er „Býflugurnar vinna fyrir Guð og Konung“. Kertin koma í nokkrum stærðum og gerðum.

Gamla bókabúðin á Flateyri.

6.900 – 108.000 krónur

Hitster/Smellur

Íslenska útgáfan af Hitster er væntanleg í verslanir í nóvember.
Íslenska útgáfan af Hitster er væntanleg í verslanir í nóvember.

Tónlistarunnendur geta sýnt fram á einstaka kunnáttu sína í spurningarspilinu Hitster. Þeir sem kjósa frekar að hlusta á íslenska tónlist þurfa ekki að örvænta en Smellur, íslensk útgáfa af spilinu, kemur út í nóvember. Spilið gengur út á að hlusta á ýmis lög frá síðustu 100 árum og setja þau upp í tímaröð en jafnvel þeir sem vita ekkert um tónlist geta komist í gegnum spilið með góðum árangri. Hægt er að spila Hitster og Smell í sitt hvoru lagi en einnig er hægt að ganga skrefinu lengra og blanda þeim saman í eitt allsherjar tónlistarspil til að skera úr um hver sé mesti tónlistarnördinn – nú eða hver sé einfaldlega heppnastur.

Spilavinir og Nexus.

Frá 3.995 krónum

WoodWick

Woodwick kertin fást í Hagkaup.
Woodwick kertin fást í Hagkaup.

Í myrkrinu og kuldanum sem fylgir aðventunni láta margir sig eflaust dreyma um að eiga arineld. Fyrir þá sem leggja ekki í allsherjar framkvæmdir eru Woodwick kertin frábær lausn en kveikurinn er úr viði og því snarkar í honum meðan kertið brennur. Fireside ilmurinn fullkomnar síðan upplifunina þar sem heimilið mun ilma af arineld.

Hagkaup.

8.299 krónur

Ticket to Ride

Ticket to ride fæst í ýmsum verslunum sem selja spil.
Ticket to ride fæst í ýmsum verslunum sem selja spil.

Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið þegar kemur að borðspilum og er Ticket to Ride fullkomið dæmi. Spilið hefur reynst gríðarlega vinsælt en allir geta lært að spila það og skemmt sér vel. Upprunalega spilið gengur út á að finna lestarleið á milli borga í Norður-Ameríku en á síðustu árum hafa fleiri lönd, borgir og heilu heimsálfurnar bæst við í öðrum útgáfum. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og hinir allra hörðustu geta jafnvel skemmt fyrir öðrum. Ef þér er þó einstaklega illa við fólkið í kringum þig – þá er alltaf Monopoly.

Ýmsar spilaverslanir.

frá 7.495 krónum

Jólagjafahandbókin fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér og nálgast blaðið hér.