Elfa Arnardóttir, yfirmaður vörustýringar hjá Nova, og Gunnar Ingi Jóhannsson, kjálkaskurðlæknir, hafa fest kaup á 314 fermetra einbýlishúsi að Stórakri 3 í Garðabæ.
Kaupverð eignarinnar nam 310 milljónum króna og nam fermetraverð því um 987 þúsund krónum.
Seljandi einbýlishússins er Marín Ólafsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, en hún keypti raðhús að Breiðakri 1 af Elfu og Gunnari Inga. Kaupverð raðhússins, sem er 228 fermetrar, nam 190 milljónum.
Þar af leiðandi nam fermetraverð hússins um 833 þúsund krónum.