Kia er í efsta sæti í flokki fjöldaframleiddra bíla þriðja árið í röð í árlegri áreiðanleikakönnun banda­ríska grei­ning­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power. Lexus varð í efsta sæti í flokki lúxusmerkja. Þrír bílar frá Kia, Sportage, Optima og Forte eru áreiðanlegustu bílar í sínum flokkum í könnuninni.

Í könnun J.D. Power voru rúmlega 30 þúsund bíleigendur þriggja ára gamalla bíla spurðir fjölmargra spurninga um áreiðanleika bílanna og bilanir á síðustu 12 mánuði til að meta gæði þeirra. Þetta er í 37. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd.

„Þessi frábæri árangur Kia í áreiðanleikakönnun J.D. Power er mikil viðurkenning enda um mjög virta könnun að ræða,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju.

„Kia hefur lagt mikið upp úr því að framleiða trausta og vel hannaða bíla þar sem nýjasta tækni og öryggi spila stórt hlutverk ásamt mjög góðum aksturseiginleikum. Kia var fyrsti bílaframleiðandinn í heiminum til að bjóða 7 ára ábyrgð á bílum sínum sem sýnir hversu mikið traust framleiðandinn ber til bíla sinna.“